Hagnýtar upplýsingar

Að koma í leikskólann

Foreldrar fylgi börnunum inn á heimastofur og afhenda þau í hendur starfsmanni. Þannig er tryggt að ábyrgð á barninu sé í höndum starfsmanns. Einnig er þetta nauðsynlegt til að skilaboð berist á báða bóga og eykur á tengsl milli starfsfólks og foreldra. Komi upp vandamál varðandi einstök börn, þá sér deildarstjóri um að ræða það við viðkomandi foreldra. Foreldrar eru ávallt velkomnir í Brekkuborg til að taka þátt og fylgjast með því sem fram fer eða til að ræða einhverja þætti í starfseminni.

Flutningur milli deilda

Um það leyti sem börn ná 3 ára aldri flytja þau á eldri deild. Þegar foreldrar hafa samþykkt flutning eru þeir boðaðir á fund á nýju deildinni ásamt deildarstjórum beggja deilda. Foreldrum er gerð grein fyrir aðlögunarferli og kynntar áherslur nýju deildarinnar og þær breytingar sem eru samhliða flutningunum.

Foreldrafundur

Að hausti er haldinn foreldrafundur með foreldrum allra barna leikskólans þar sem kynnt er ársáætlun fyrir komandi leikskólaár, markmið og starfsfólk. Á þessum fundi kynnir formaður foreldrafélagsins starfsemi þess og hvað það stendur fyrir, einnig fer fram kosning á nýjum fulltrúum foreldra í stjórn í staðinn fyrir þá sem hafa gengið úr stjórninni.

Kaffidagar

Kaffidagar eru fjórum sinnum á ári. Þá er boðið upp á molakaffi fyrir foreldra á deildum. Kaffidagar eru klukkan 15.30-16.30. Foreldrum gefst þar tími til að spjalla við starfsfólk og aðra foreldra og auka á tengsl. Einnig er þetta gott tækifæri að kynna sér verkefni barnanna.

Nývistunarviðtal

Áður en barn byrjar í leikskólanum eru foreldrar boðaðir í viðtal þar sem farið er yfir starfsemi leikskólans, gerður dvalarsamningur og skipst á upplýsingum. Í þessu viðtali er einnig farið yfir aðlögunaráætlun. Viðtalið sitja foreldrar barnsins, leikskólastjóri og deildarstjóri. Deildarstjórar bjóða foreldrum upp á einstaklingsviðtöl tvisvar sinnum á ári eða oftar ef þörf krefur. Annað viðtalið er í tengslum við afmælisdag barnsins og hitt um 6 mánuðum seinna. Þar er skipst á upplýsingum um viðkomandi barn. Foreldrar eru hvattir til að byðja um viðtal telji þeir þörf á því.

Opið hús

Að vori höfum við "opið hús" á laugardegi þar sem börnin bjóða gestum (foreldrum, afa, ömmu, frændfólki og vinum) að kynna sér menningu leikskólans og starfsemina sem þar fer fram. Þessi dagur er tilvalin fyrir foreldra sem eru að bíða eftir plássi í Brekkuborg til að kynna sér leikskólann.

Opnunartími leikskólans

hus_rauttBrekkuborg er opin frá 07:30 til 17:00 

Sumarfrí

sunÁ vef Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur eru almennar upplýsingar um sumarfrí barna.