Eldhús

Um eldhúsið sér Zheng Li og aðstoð í eldhúsi er Jóhanna Sólveig Júlíusdóttir.

  • Matseðill er gerður í samráði við leikskólastjóra, starfsmenn og börn leikskólans.
  • Lögð er áhersla á hollan heimilismat og tekið mið af stefnu Lýðheilsustöðvar.
  • Stuðst er við handbók fyrir leikskólaeldhús sem unnin var af Lýðheilsustöð.

Morgunverður er klukkan 8.20-8.50. Þá er boðið upp á, hafragraut 4 x í viku og hafrahringi eða kornflögur á miðvikudögum. Alltaf er boðið upp á lýsi með morgunmat. Um miðjan morgun eru ávextir á boðstólum.

Hádegisverður byrjar hjá yngri deildunum upp úr kl.11.30 og eldri deildunum um klukkan 12.00. Í hádeginu er boðið upp á kjöt eða fisk, steikt eða soðið, skyr, súpur og grauta, ávexti og grænmeti.

Síðdegishressing er klukkan 14.50. Þá er boðið upp á léttmjólk,stundum kakó, brauð, álegg. ávexti og/eða grænmeti og einu sinni í viku er kaka eða kex í eftirmat.!