Foreldrasamstarf

Markmið með markvissu foreldrasamstarfi er að efla samvinnu um velferð barnanna og auka tengsl og upplýsingar milli foreldra og starfsmanna leikskólans. Gott samstarf starfsfólks og foreldra er því nauðsynlegt. Starfsfólk þarf að vita hvernig uppeldi heima fyrir er háttað og foreldrar þurfa að vita hvernig uppeldi og menntun fer fram í leikskólanum. Í Brekkuborg er lögð áhersla á góð dagleg samskipti. Að tekið sé hlýlega á móti börnum og foreldrum og þau kvödd í lok dags. Að foreldrar séu upplýstir um daglegt starf, verkefni og líðan barns. Það er stefna okkar í Brekkuborg að koma til móts við þarfir barna og foreldra eins og hægt er.

Bæklingurinn Velkomin til samstarfs um leikskólabarnið

(einnig er búið að gefa hann út ýmsum tungumálum; albönsku, cebuano, spænsku, pólsku, tælensku, ensku og rússnensku)

Velkomin til samstarfs um leikskólabarniðSmelltu á myndina til að skoða bæklinginn