Þorrablót/Bóndadagskaffi
Myndir komar inn frá deginum í myndasafnið okkar undir > >
Föstudaginn 25.janúar 2019 var bóndadagur – fyrsti dagur Þorra, en þá var leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags. Þorrablót barnanna verður föstudaginn 1.febrúar og í tilefni af Þorra bjóða börnin í bóndadagskaffi frá 8:15-9:30. Í boði verður kaffi, hafragrautur, slátur og hákarl.
Í hádeginu verður haldið þorrablót að hætti hússins þar sem börn og starfsfólk borða saman grjónagraut og gæða sér á þorramat. Sungið verður minni karla og kvenna.
Gaman væri að börnin kæmu í lopapeysu eða einhverjum þeim fatnaði sem minni á gamla tímann
25. janúar 2019
Kæru foreldrar!
Við minnum ykkur á næsta skipulagsdag Brekkuborgar sem er föstudaginn. 25. janúar
Næstu skipulagsdagar eru mánudagurinn 18. mars og föstudagurinn 24. maí
Skipulagsdagar 2018-2019
leikskólinn er lokaður þessa daga:
Föstudaginn 24. ágúst 2018
Miðvikudaginn 17. október 2018
Föstudaginn 30. nóvember 2018
Föstudaginn 25.janúar 2019
Mánudaginn 18. mars 2019
Föstudaginn 24. maí 2019
Jólakveðja
Við óskum foreldrum og fjölskyldum barna í Brekkuborg
gleðilegra jóla, farsældar og friðar á nýju ári.
Við þökkum ykkur ánægjulegt og gott samstarf á árinu sem er að líða.
Hlökkum til ársins 2019 með ykkur.
Starfsfólk Brekkuborgar.
Jóladansleikur í Brekkuborg 2018
Jóladansleikur Brekkuborgar verður haldinn föstudaginn 14. desember n.k. kl 1000. Þar sem við syngjum jólalög og dönsum í kringum jólatréð.
Jólasveinarnir birtast svo kl 1015